Til baka

Þessi rafmagnsútihitari nefnist HeatUp og kemur frá danska gæðaframleiðandanum Eva Solo. Þessi hitari er algjör snilld fyrir þá sem vilja lengja kvöldin í garðinum.

Hitarinn er ekki einungis fyrirferðalítill, heldur skilur hann eftir sig umtalsvert minna kolefnisfótspor heldur en margir aðrir hitarar, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við notum endurnýtanlega orku. Þá er hann einnig margfalt ódýrari í rekstri en gashitarar, því ekki þarf að skipta um gaskúta þegar þeir klárast - enda klárast rafmagnið ekki.

Hitarinn byggir á svokallaðri geislatækni sem beinir hitageislunum beint að notendunum í stað þess að hitinn fari beint upp í loftið eins og stundum vill vera með gashitara. Hitarinn nær hámarkshita á nokkrum sekúndum.

Hitarinn er svartur á lit og er gerður úr áli og plasti og er því léttur og auðvelt að færa hann á milli staða. Hann er útbúinn þremur mismunandi hitastillingum og er með þremur fótum til að auka stöðugleikann. Þá er hann með fallvörn, sem tekur rafbúnaðinn úr sambandi skyldi hann falla á hliðina.

ATHUGIÐ - Hitarinn verður heitur og því er vísast að láta hann kólna vel áður en maður kemur við hann eða þrífur hann. Sérstaklega skal gæta að hitaranum séu börn að leik í garðinum.

Hæð: 111 cm
Þvermál: 11 cm
Lengd snúru: 1,8 metrar
Orka: 500W/1000W/1500W - eftir því hvaða stilling er notuð. 220-240V
-15%
Tilboð

ÚTIHITARI - HEATUP

eva49903

Vörumerki: Eva Solo

Flokkur:Útihitarar


Uppselt

99.990 kr.

84.992 kr.

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.