Til baka
TNS serían frá Le Creuset hefur um árabil verið ein af okkar allra vinsælustu potta- og pönnuseríum. Pannan er einkar harðgerð og er með vandaðri viðloðunarfrírri húðun sem þolir öll almenn eldhúsáhöld úr hvaða efni sem er (varist þó að skera með hníf í kjöt). Platan er einkar harðgerð og þægileg í notkun. Húðunin er eiturefnafrí.
TNS serían er gerð úr ryðbrynjuðu áli (e. hard anodizing), þ.e. að platan hefur hlotið meðhöndlun sem býr til keramikhúðun yfir álið sem ver það frá utanaðkomandi efnum. Þá er viðloðunarfría húðunin á plötunni það sterk að framleiðandi veitir lífstíðarábyrgð á húðuninni við rétta notkun. Við mælum alltaf með því að lesa leiðbeiningar sem fylgja pottum og pönnum svo varan endist sem lengst.
Álið veitir afbragðs hitaleiðni, svo fatið er fljótt að hitna og hitnar vel án þess að maturinn festist á því.
Gætið þess ávallt að hita pönnur hægt upp og gefa þeim tíma til að kólna. Besta steikingin með álpönnum fæst með því að notast við miðlungshita.
Platan má fara í uppþvottavél, frysti og bakaraofn (allt að 400°C).