Til baka
Þetta sett inniheldur 2 steikarhnífa og 2 steikargaffla. Settið hentar vel til að skera kjöt af öllu tagi, en einnig er hægt að nota það til að borða pizzur og annan mat sem krefjast vandaðra hnífa.
Gaffallinn og hnífblaðið er úr vönduðu ryðfríu stáli og handföngin eru úr olíuborinni eik sem verða bara fallegri og fallegri með hverri notkun. Þægilegt er að halda um handföng áhaldanna.
Við mælum með því að hnífapörin séu vöskuð upp í heitu vatni með mildri sápu og þurrkuð um leið og uppvaskinu er lokið. Hnífapörin mega ekki fara í uppþvottavél, því skaftið getur skemmst ef það liggur í vatnsbaði.
Sköftin eru FSC®-vottuð, sem vottar að tréð kemur úr sjálfbærri skógrækt (FSC-C166612).