Til baka
Þessi pottur er úr STS - Stainless Steel (í. ryðfrítt stál) seríunni frá danska framleiðandanum Scanpan. Scanpan er þekktast fyrir hágæðavörur sem hannaðar eru með endingu í huga.
Potturinn er, eins og áður segir, úr ryðfríu stáli með mjúkum og fallegum línum. Lok fylgir pottinum og í lokinu má finna hellibúnað, svo auðvelt er að hella vatninu úr pottinum.
Botninn á pottinum er svokallaður samlokubotn, sem gerður er með tveimur lögum af stáli utan um eitt lag af áli. Álið leiðir hitann hratt á meðan að stálið hitnar mikið. Þannig er potturinn fljótur að hitna og helst heitur.
Vörurnar frá Scanpan eru góðar fyrir bæði byrjendur sem og lengra en koma, en aðallega fyrir þá sem gera kröfur.
Þvermál: 14cm
Rúmmál: 1,2L
- Auðvelt að hella vatn úr í gegnum ristar á lokinu.
- Afrúnaður samlokubotn án samskeyta.
- Handföng eru úr steyptu ryðfríu stáli (helst kalt lengur)
- Mælieiningar á innri hlið pottsins.
- Má fara í ofn upp að 250°C (lokið einnig).
- 18/10 ryðfrítt stál, til að potturinn endist sem lengst.
- Hentar á allar gerðir helluborða, þmt. spanhelluborð.