Til baka

Þessi sængurverasett frá Night and Day eru úr 100% Jaquardofinni bómull.  Sængurverasettið er í senn mjúkt og með örlítið glansandi áferð.  Jaquard tæknin byggir á því að mynstrið sé saumað í sængurverasettið með mjóum bómullarþráðum, en ekki prentað á það.  Það tryggir betri endingu og að sængurfötin haldi sér betur en ella.

Sængurfötin hafa hlotið OEKO-TEX 100 umhverfisvottun sem tryggir að þau eru framleidd án aðkomu heilsuspillandi efna.

Settið samanstendur af sængurveri og koddaveri með földum rennilás.  Þau eru afhent í taupoka úr sama mynstri og sængurfötin sjálf.

Við viljum vekja athygli á því að koddastærðin á myndinni er ekki sú sama og á settunum okkar.  Á myndunum eru sýndar danskar stærðir, en okkar eru í sömu stærð og tíðkast á Íslandi, 50x70cm.

Sæng: 140x200cm
Koddi: 50x70cm

Þvottavél: 60°C
Þurrkari: Já, á miðlungs hita.
Straujun: Já
Hreinsun: Já
Við mælum með því að sængurföt séu þvegin á röngunni.

SÆNGURVERASETT OPAL 140X200/50X70 - HVÍTT

arc60739

Vörumerki: Night & Day

Flokkur:Sængurföt


15.320 kr.

1

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.