Til baka
Microplane® er amerískt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á afar vönduðum rifjárnum fyrir allar gerðir af mat. Fyrirtækið hefur verið starfandi allt frá árinu 1999 og framleiða þeir bæði eldhúsáhöld fyrir fagfólk og áhugamenn í eldhúsinu.
Rifjárnið er tilvalið til að rífa niður bæði smágerðu hráefnin í eldhúsinu, s.s. parmesan, sítrusbörk, múskat og engifer, en einnig stærri einingar s.s. gulrætur, eggaldin, epli eða hvað sem huginn girnist.
Rifjárnin eru með mjúku handfangi sem leggst vel í hönd og á endanum á því er kantur sem rennur ekki á borðplötunni.