Til baka
Putki lampinn var upprunalega einn af fjölmörgum hlutum sem að sænski hönnuðurinn Matti Klenell hannaði að tilefni enduropnunar þjóðarlistarsafns Svía í Stokkhólmi. Safninu var lokað vegna viðhalds árið 2013 og opnaði aftur árið 2018. Þessir stóru og fallegu lampar voru settir í gluggakistur veitingastaðar safnsins.
Lamparnir eru gerðir úr munnblásnu gleri, sem framleitt er í glerverksmiðju Iittala í Finnlandi. Hann var hannaður í þremur litum. Áberandi stærðin á lampanum og einföld en falleg hönnun hans gerir það að verkum að hann verður augnakonfekt í hvaða rými sem er. Frá honum kemur hlý og þægileg birta.
Fætur lampans eru úr húðuðu stáli í terracotta lit.
Hæð: 34cm
Þvermál: 20cm
Pera: E27