Til baka
Quadro pottasettið frá Zwilling hefur notið mikilla vinsælda hjá okkur, enda vönduð þýsk framleiðsla. Settið er úr glansandi stáli og inniheldur 4 potta og 3 lok. Pottarnir eru með svokölluðum samlokubotni, sem settur er saman úr einu lagi af stáli, einu lagi af áli á milli og svo öðru lagi af stáli ofan á. Þetta tryggir hraða og jafna varmadeilingu.
Pottarnir í settinu eru:
Skaftpottur: 16cm/1,5L
Pottur m. loki: 16cm/2L
Pottur m. loki: 20cm/3L
Pottur m. loki: 24cm/6L
Varan má fara í uppþvottavél.