Til baka

Fyrirferðarlítill, nýstárlegur og litríkur pizzaofn, tilvalinn til að búa til dýrindis heimabakaðar pizzur!


Lögun ofnsins var hönnuð til að tryggja bestu matreiðsluupplifunina. Mikill kostur er að steini ofnsins er hægt að snúa með flipa framan á, sem gerir þér kleift að elda pizzuna þína fullkomnlega án þess að taka hana úr ofninum, sem gerir eldamennskuna einfalda og skemmtilega. Pizzan þín verður elduð á innan við mínútu. Frábær viðbót í pizzapartýið.


Þessi fallegi pizzaofn er öflugur, kraftmikill og hlutlaus, en á sama tíma með skemmtilegan karakter. Piana pizzaofninn er fáanlegur svartur, mintugrænn, terracotta rauður og grár.

Kostir Piana pizzaofnsins:

  • Hann er fyrirferðarlítill og nýstárlegur.
  • Er með snúningsstein sem einfaldar eldamennskuna til muna. Þetta tryggir jafna eldun og er Piana pizzaofninn eini pizzaofninn með innbyggðum snúningssteini.
  • Hitnar á innan við 20 mínútum.
  • Kemur með innbyggðum hitamæli
  • Eldar pítsuna á innan við 60 sekúndum.
  • Fæturnir eru samanbrjótanlegir.


Eiginleikar:

  • Eldsneyti: Pizzaofninn er tengdur við hefðbundinn gaskút (própan). Slanga og þrýsijafnari fylgja með
  • Innbyggður hitamælir: Vel heppnuð pizza er pizza sem er elduð fullkomnlega. Þökk sé innbyggða hitamælinum getur þú auðveldlega fylgst með hitastigi ofnsins. Það tekur um 20 mínútur að ná réttu eldunarhitastigi, 400°C.
  • Samanbrjótanlegir fætur svo auðvelt er að ganga frá ofninum og sparar pláss.


Hvað er í kassanum?

  • Gas pizzaofn
  • Innbyggður hitamæir
  • Gasblokk
  • Slanga og þrýstijafnari fyrir própan.
  • Hringlaga pizzasteinn
  • Logaskeri (e. Flame cutter)
  • Notkunarleiðbeiningar

Mál: 67 x 40 x 28 cm

Þyngd: 12 kg 

GAS PIZZAOFN PIANA - GRÁR

zip71311

Vörumerki: Ziipa

Flokkur:Pizzaofnar


64.950 kr.

1

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.