Til baka
Að gera sitt eigið pasta hefur ótvíræða kosti í för með sér, því maður getur stjórnað öllum innihaldsefnum sjálfur. Svo er það engin spurning að heimagert pasta bragðast betur en pakkapasta auk þess sem það getur verið skemmtileg fjölskyldustund að gera pasta saman.
Með þessari vönduðu pastavél frá GEFU, þá getur þú búið til hið fullkomna heimagerðapasta. Með vélinni getur þú útbúið Tagliolini, Tagliatella og lasagneplötur. Deigið getur verið allt að 14,5cm á breidd og þykkt þess getur verið á bilinu 0,2-3mm.
Vélin sjálf er með stöðugum (e. non-slip) botni sem tryggir að vélin renni ekki til. Þá er hægt að festa hana á borðplötur sem eru allt að 70mm þykkar.
L: 19,9cm
W: 19,8cm
H: 14,4cm