Til baka
Þessi panna frá Eva Trio er útbúin nýrri tækni sem kemur í veg fyrir að pannan ofhitni þegar hún er notuð á spanhelluborðum. Með þessari tækni verður pannan aldrei heitari en 230°C. Brenndur matur heyrir því sögunni til, auk þess sem húðunin á pönnunni endist lengur þegar pannan getur ekki ofhitnað.
Eins og aðrar pönnur frá Eva Trio, þá er hún gerð úr hágæða 18/10 stáli og er hugsuð til langtíma notkun. Handföng pönnunar haldast köld þegar pannan er heit. Pannan er útbúinn fjögurra laga eiturefnafrírri viðloðunarvörn, svo maturinn festist ekki við pönnuna. Handföngin eru hönnuð með það í huga að hægt sé að hengja pönnuna upp.
Pönnuna er hægt að nota á hvaða helluborð sem er, en Heat Control tæknin virkar aðeins á spanhelluborðum.
Pannan má fara í uppþvottavél
Þvermál: 24cm
Lengd með handfangi: 42,5cm
Vinsamlegast athugið að útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.