Til baka
Þessi vara kemur frá danska vörumerkinu Design Letters, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár. Þó að þessar krúsir hafi upprunalega verið hannaðar sem espressokrúsir, þá hafa þær fjölmörg notagildi. Margir hafa t.d. notað þær sem aðventustjaka undir sprittkerti, því hver um sig er með tölustaf frá 1-4 líkt og sunnudagarnir í aðventunni. Krúsirnar eru úr þunnu postulíni og lýsa kertin ljúflega í gegnum þau og skapa huggulega stemmningu.
Tölustafurinn sem prentaður er á krúsina er úr fallegu letri sem danski hönnuðurinn Arne Jacobsen (1902-1971) hannaði árið 1937.
Auk þess að drekka espresso úr þeim og nota þær sem aðventustjaka, þá er hægt að nota þær blómapotta, pennastatív og í raun allt sem manni dettur í hug.
Krúsirnar eru úr Bone China postulíni og mega fara í uppþvottavél.
Hæð: 6cm
Þvermál: 5,5cm
Vinsamlegast athugið að útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt.