Til baka
Þessi grillpanna er úr smiðju danska sjónvarpskokksins Claus Holm. Pannan er úr möttu emaljeruðu steypujárni, sem hitnar mjög mikið.
Þessi panna er frábær viðbót í eldhúsið fyrir þá sem kunna að meta góða steik og þá sérstaklega þá sem hafa verið að beita Sous Vide aðferðinni við kjöt. Hún er frábær í að loka kjöti eftir Sous Vide eldun.
Pannan er 28x28cm
Best er að vaska hana upp með heitu vatni og ögn af uppþvottalegi.