Til baka
FOUR STAR er vinsælasta hnífaserían frá Zwilling á heimsvísu, en hún er sérstaklega þekkt fyrir öryggi og þægindi. Á lokastigum framleiðslu hnífanna, þá eru þeir slípaðir og settir saman í höndunum af fagmönnum með langa reynslu í hnífasmíði. Þökk sé vönduðum frágangi á mótum tanga og skafts, þá er afar þægilegt að vinna með hnífana í lengri tíma. Tanginn veitir hnífnum bæði fullkomið jafnvægi, en nýtist einnig sem fingraöryggi.
Hnífarnir eru smíðaðir úr sérstakri stálblöndu sem hefur verið í yfir 280 ár í þróun hjá Zwilling. Þessi vandaða stálblanda fær svo einkaleyfisvarða FRIODUR hörðnunarmeðferð, sem tryggir að stáli sé hart svo hnífurinn haldist beittur í langan tíma. Hnífarnir eru afar vandaðir og stálið mun ekki fá á sig bletti eða kvarnast úr blaðinu.
Handfangið er gert úr fjölprópýlen (e. polypropylen), sem er harðgert plastefni sem hvarfast ekki og heldur því upprunalegu útliti sínu.
Settið inniheldur (blaðlengd í málum)
- 20cm Kokkahníf
- 16cm Kjöthníf
- 10cm Grænmetishníf
Framleitt í Þýskalandi.