Til baka
Handþeytarinn er úr hinni stórglæsilegu 50's style línu frá Smeg, en línan hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna.
Handþeytarinn er hannaður með bæði öryggi og fegurð í huga. Handfangið er með þægilegu gripi sem auðveldar notkun auk þess sem að handhægur krókur til þess að losa fylgihluti er staðsettur fyrir neðan handfangið. Þeytarinn er hannaður svo hann haldi góðu jafnvægi þegar hann er lagður á bakhliðina.
Handþeytarinn er með innbyggðum LED skjá sem staðsettur er ofan á króm handfanginu. Með einföldum þrýstitökkum getur þú valið á milli níu hraðastillinga. Þá er mögulegt að stilla niðurtalningu tíma svo handþeytarinn telji niður mínútur og sekúndur við notkun. Upplýsingar um valda hraðastillingu og niðurtalningu eru sjáanlegar á LED skjánum á meðan kveikt er á þeytaranum. Loks býr þeytarinn yfir svokölluðu "Smooth Start" kerfi, fyrir fullkomna blöndun og minni skvettur.
Handþeytarinn hentar vel undir ýmsa matvinnslu og bakstur. Með honum fylgja þrjú pör af mismunandi aukahlutum; Hrærar, sem henta vel fyrir smákökudeig og kökur. Vírþeytarar sem henta fyrir sósur, eggjahvítur og til að þeyta rjóma. Þá eru deigkrókar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir deig. Aukahlutirnir eru allir úr ryðfríu stáli og auðvelt er að geyma þá í sérsniðnum Smeg poka.
Afl: 220 V
Lengd hleðslusnúru: 1,5 m.
Litur á hleðsusnúru: Grár.
Handþeytarinn er hannaður með bæði öryggi og fegurð í huga. Handfangið er með þægilegu gripi sem auðveldar notkun auk þess sem að handhægur krókur til þess að losa fylgihluti er staðsettur fyrir neðan handfangið. Þeytarinn er hannaður svo hann haldi góðu jafnvægi þegar hann er lagður á bakhliðina.
Handþeytarinn er með innbyggðum LED skjá sem staðsettur er ofan á króm handfanginu. Með einföldum þrýstitökkum getur þú valið á milli níu hraðastillinga. Þá er mögulegt að stilla niðurtalningu tíma svo handþeytarinn telji niður mínútur og sekúndur við notkun. Upplýsingar um valda hraðastillingu og niðurtalningu eru sjáanlegar á LED skjánum á meðan kveikt er á þeytaranum. Loks býr þeytarinn yfir svokölluðu "Smooth Start" kerfi, fyrir fullkomna blöndun og minni skvettur.
Handþeytarinn hentar vel undir ýmsa matvinnslu og bakstur. Með honum fylgja þrjú pör af mismunandi aukahlutum; Hrærar, sem henta vel fyrir smákökudeig og kökur. Vírþeytarar sem henta fyrir sósur, eggjahvítur og til að þeyta rjóma. Þá eru deigkrókar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir deig. Aukahlutirnir eru allir úr ryðfríu stáli og auðvelt er að geyma þá í sérsniðnum Smeg poka.
Afl: 220 V
Lengd hleðslusnúru: 1,5 m.
Litur á hleðsusnúru: Grár.