Til baka
Fyrsti Global hnífurinn var hannaður árið 1985 af Komin Yamada. Global hnífar eru framleiddir úr þeim bestu hráefnum sem völ er á. Global hnífarnir eru úr Cromova 18 ryðfríu stáli sem er sérframleitt fyrir Global og er harðara en hefbundið stál.
G-11 hnífurinn er sérhæfður japanskur hnífur til að sneiða fiskibita fyrir sushi og sashimi. Langa blaðið tryggir að auðvelt sé að skera í einu höggi. Sashimi hnífarnir frá Global tryggja matreiðslumönnum meiri stjórn til að stýra þykkt sneiðanna til að ganga úr skugga um að niðurskurinn sé fullkominn fyrir framreiðslu.
Handfangið er hola að innan með sandfyllingu sem veitir hnífnum jafna þyngdardreifingu.
Við mælum með því að Global hnífarnir séu ekki settir uppþvottavél, það skemmir þá til lengri tíma séð og minnkar bitið á þeim.
Blaðið: 25 cm