Til baka
Fyrsti Global hnífurinn var hannaður árið 1985 af Komin Yamada. Global hnífar eru framleiddir úr þeim bestu hráefnum sem völ er á. Global hnífarnir eru úr Cromova 18 ryðfríu stáli sem er sérframleitt fyrir Global og er harðara en hefbundið stál.
Klassískur brauðhnífur með 15 gráða skurðbrún. Hnífurinn býr yfir djúpu og grófu biti og er hnífurinn því kjörinn í brauð í grófari s.s. súrdeigsbrauð. Stærð hnífsins og mjókkandi oddurinn á hnífnum býður einnig upp á að vera tilvalinn til að skera grænmeti eða ávexti með grófari hýði s.s. kókos, melónur og sætar kartöflur.
Handfangið er hola að innan sem veitir hnífnum jafna þyngdardreifingu.
Við mælum með því að Global hnífarnir séu ekki settir uppþvottavél, það skemmir þá til lengri tíma séð og minnkar bitið á þeim.
Mál: 20 cm