Til baka
G-2 eldhúshnífurinn frá Global er vinsælasti hnífurinn úr seríunni frá Global. Hann er með 20cm löngu blaði og hentar vel til allra hluta í eldhúsinu, hvort sem það er að skera niður grænmeti, kjötsneiðar eða að skera niður sunnudagssteikina.
Með í þessu setti fylgir einnig H220GB hnífabrýni sem er sérhannað fyrir Global hnífana. Þú fyllir hólfið með vatni og rennir svo hnífnum í gegnum brýnið og hnífurinn þinn verður flugbeittur á ný.
Þetta brýni virkar fyrir alla Global hnífa, nema þá sem eru tenntir (e. serrated).
Við mælum með því að skurðarhnífar séu ekki settir í uppþvottavél, því það eyðileggur bitið á þeim til lengri tíma litið.