Til baka
Þessi fuglafóðrari kemur frá danska hönnunarmerkinu Eva Solo.
Hann er mjög sniðugur fyrir þá sem vilja flytja fuglalífið í nágrenninu nær heimilinu sínu. Efri hlutinn er gerður úr postulíni, en neðri hlutinn er úr ryðfríu stáli.
Auðvelt er að losa neðri hlutann frá til að fylla fóðrarann með fóðri Hann er síðan hengdur upp í trjágrein eða á svalir. Áður en um langt líður fatta fuglarnir að þarna sé fóður að finna og verða í framhaldinu reglulegir gestir á heimilinu þínu.
Auðvelt að þrífa með heitu vatni og sápu.