Til baka
Þessi panna hefur ótal möguleika fyrir þá sem hafa mikið hugmyndaflug í eldhúsinu. Henni er skipt niður í sjö kúlulaga form sem hægt er að nota í að steikja kjötbollur, fiskibollur, tapasrétt eða falafel. Þessi panna er hins vegar vinsælust hjá okkur fyrir eplaskífur.
Eplaskífur eru ómissandi réttur á jólunum fyrir flesta Dani. Þetta eru mjúkar deigbollur með eplabita í miðjunni. Margir kjósa einnig að setja ýmislegt annað í miðjuna, svosem súkkulaði eða karamellu.
Pannan er gerð úr steypujárni og hitnar því ákaflega vel og mikið. Það tryggir að ysta lagið á matnum þínum verður stökkt og gott.
Pannan er 18cm í þvermál og má fara í uppþvottavél ef tréhandfangið er tekið af fyrst.