Til baka
Allar klukkur Arne Jacobsen eru byggðar á upprunalegri hönnun hans á þekktum klukkum sem vinna má á eða í opinberum byggingum í Danmörku. City Hall klukkan er engin undantekning, en hún er byggð á hönnun Jacobsen frá árinu 1956 þegar honum var falið að teikna nýtt ráðhús fyrir Rødovre í Danmörku.
Partur af hans hönnun var að teikna veglega klukku sem stendur í hægra horni á gafli hússins. Nú geta allir fengið að njóta þessarar hönnunar Arne Jacobsen, því klukkan er nú fáanlega í minni útgáfu sem passar fallega fyrir heimili og fyrirtæki.
Klukkan er framleidd eftir teikningum Arne Jacobsen þar sem sköpunargáfu hans er framfylgt í minnstu smáatriðum.
Þvermál: 21cm
Úrverk: Japanskt (Rhytme)
Efni: Ál og gler
Klukkan notast við AA 1,5V rafhlöður (fylgja ekki)
Við mælum með því að klukkan sé þrifin með rökum klút.
Fáanleg í fleiri stærðum.