Til baka
Vörurnar frá Tivoli hafa verið gríðarlega vinsælar í Danmörku síðan þær komu fyrst á markað árið 2018. Allar vörurnar frá Tivoli merkinu frá innblástur sinn frá hlutum úr þjóðargersemi Dana, sjálfu Tívolí í Kaupmannahöfn.
Innblásturinn af Bon lömpunum eru spíralsúlurnar sem finna má innan Tívolísins, en nafnið "Bon" vísar til alls þess sælgætis sem finna má í öllum hornum Tívolísins.
Lamparnir eru gerðir úr sink-ál blöndu og eru formaðir í þessu skemmtilega lagi. Neðst á lampanum er síðan gullplata, en gull má líka finna undir perunni. Gullskreytingin brýtur upp litinn á lampanum og gefur honum virkilega glæsilegt útlit.
Stærð: ø9x17cm
Í lampann passa perur með E27 skrúfgangi (fylgir ekki).
Lampinn er með 2,5m langri snúru með kveikja/slökkva takka.
Vinsamlegast athugið að útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt