Til baka
Þessi fallega vekjaraklukka er úr Bankers línunni eftir Arne Jacobsen og passar með klukkunum úr Bankers línunni.
Klukkan var upprunalega hönnuð sem borðklukka fyrir danska rafvörukaupmaninn Lauritz Knudsen, en hefur fengið uppliftingu sem nýtist einnig sem vekjaraklukka.
Klukkan er með innbyggðum ljósskynjara og auðvitað "snooze" takka.
Hér að neðan má lesa meira um Bankers línuna:
Bankers veggklukkan var hönnuð af Arne Jacobsen sérstaklega fyrir Seðlabanka Danmerkur árið 1971. Arne Jacobsen lagði það í vana sinn af hanna sín verk frá toppi til táar, þ.e. bygginguna sjálfa og öll þau húsgögn sem í hana fóru. Þar var þessi veggklukka engin undantekning. Samstarfsmaður Jacobsen til margra ára, Teit Weylandt, var með honum í liði við hönnunina til að fylgja því úr hlaði að klukkan yrði framleidd nákvæmlega eftir upprunalegum teikningum hans.
Þvermál: 11cm
Úrverk: japanskt
Mælirinn notast við AA 1,5V rafhlöður (fylgja ekki)
Efni: Ál og gler
Við mælum með því að klukkan sé þrifinn með rökum klút.