Til baka
Með þessum Airfryer getur þú með einföldum hætti eldað tvo mismunandi rétti á sama tíma og sparað þannig tímann sem tekur að elda fyrir fjölskylduna.
Dual Easy Fry & Grill tækið er með tveimur skúffum, önnur þeirra rúmar 5,2 lítra, en hin rúmar 3,1 lítra. Báðar skúffurnar koma með grindum að innan sem lyfta matnum örlítið frá botninum.
Ofninn kemur með 8 mismunandi forstillingum, sem hægt er að velja úr. Þar má t.d. nefna stillingar fyrir kjöt, fisk, kjúkling, franskar, grænmeti og fleira. Ofninn er hægt að nota til að baka, steikja, rista og hita upp mat, en velja má hitastig frá 40°C - 200°C. Ofninn býður upp á Extra Crisp stillingu sem gefur matnum þínum fallega og girnilega skorpu.
Þá er tímastillir á tækinu (max 10 klst.) og því er einnig hægt að nota hann til að þurrka mat.
Auðvelt er að þrífa tækið, en skúffurnar og bakkarnir sem í þeim eru mega fara í uppþvottavél.
Mál: B: 42 cm, H: 30,6 cm, D: 40 cm.
Skúffur: 2
Rúmmál: 5,2L + 3,1L
Orka: 2700W
Þyngd: 8 kg.
Ábyrgð: 2 ár.
Módel: AG905BS0