Til baka

3-Ply línuna frá Le Creuset er hægt að nota til að elda hvað sem er, allt frá súpum eða pottréttum til fínustu rétta. Glansandi áferð einkennir þessa línu og er frágangurinn spegli líkastur. Þessi lína eru þriggja laga, sem gerir það að verkum að hitinn dreifist jafnt út um allan pottinn/pönnuna og tryggir þar með jafna og hraða eldun. Vörurnar í 3-Ply línunni eru með mjúkri brún sem gerir það snyrtilegra að hella úr pottinum í annað ílát eða vask. Hægt er að nota 3-Ply línuna á allar gerðir helluborða og vörurnar mega fara í ofn og uppþvottavél. Best er að nota áhöld úr sílíkoni eða tré, forðist að nota stáláhöld. 

Það er lífstíðarábyrgð á þessari línu eins og öðrum eldunarvörum frá Le Creuset en þó skal tekið fram að lífstíðarábyrgðin miðast við að varan sé notuð rétt. 

Við mælum alltaf með því að fólk renni yfir leiðbeiningarnar sem fylgja svo varan endist sem lengst. 


Varist að nota of háan hita og alltaf skal gefa pottum og pönnum tíma til þess að hitna og kólna. Forðist örar hitabreytingar eins og að kæla pönnuna undir vatnsbunu strax eftir eldun.

Pannan er 24 cm í þvermál og óhúðuð að innan. 
Dýpt: 5 cm. 

3-PLY STÁLPANNA DJÚP - 24 CM

lec55291

Vörumerki: Le Creuset

Flokkur:3-Ply


38.390 kr.

1

Setja á gjafalista

Um vöruna

Sendingar & skil

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Líf&List. Síðan notar vafrakökur (e. Cookies). Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.